þriðjudagur, september 05, 2006 

Ferlega góðir-SIGN.

sunnudagur, ágúst 13, 2006 

www.gully.blog.is

Er búin að gera enn eina síðuna, já ég veit að ég er biluð, en hún er með myndaalbúmi sem þessi er ekki með. Ætla að prufa hina en set líka inná þessa, copy/paste er náttúrulega bara snilld :)

Það eru svosem ekkert spennandi myndir komnar inn, ætla að vera dugleg að taka myndavélina með á djammið og setja þær myndir þarna inn, þangað til verða fjölskyldumyndirnar að duga :Þ

 

Rosalega er....

helgin búin að vera skemmtileg :) Ákvað á síðustu stundu að renna norður og kíkja á Fiskidaginn mikla inná Dalvík. Renndi á föstudeginum með mömmu og Jóel í bílnum, pabbi fór á hjólinu. Vorum komin um kvöldið til Ólafsfjarðar og fórum svo inná Dalvík að tékka á stemningunni og þvílík stemning sem var. Jóel var með okkur framað miðnætti en þá renndum við með hann yfir til Ólafsfjarðar og mamma varð eftir líka þannig að við pabbi fórum tvö saman, ég var að keyra einsog svo oft áður (alltof oft held ég bara) Hittum fullt af fólki og skemmtum okkur mjög vel, renndum yfir í fjörðinn um fimmleytið en ég fór tvær ferðir með fólk því það voru margir fastir á Dalvík.

Á laugardeginum kíktum við Hrönn með strákana mína yfir á Dalvík, sáum skemmtiatriði og fengum okkur fisk, þvílíkur fólksfjöldi sem var þarna VÁ. Fórum yfir í Ólafsfjörð og tókum því rólega í góðan tíma til að safna kröftum fyrir kvöldið ;)
Ég, mamma, pabbi og Hrönn fórum svo aftur inná Dalvík að horfa á flugeldasýninguna kl hálf tólf, hún var æðisleg, og svo tók við að rölta um og hitta fólk.
Það voru nokkrar ferðir farnar milli Ó-fjarðar og Dalvíkur um nóttina en sumir voru í þannig ástandi að það þurfti að koma þeim heim og hver annar en ég er nógu vitlaus að vera á bíl á svona dögum en þetta var í lagi.

Það besta við kvöldið var að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í mörg ár, alltof mörg ár, gaman að ná að kjafta aðeins og rifja upp "gamla tíma", dí maður hljómar einsog maður sé orðinn eldgamall :)

Rennum heim á morgun, nennti ekki að keyra í allri umferðinni sem var í dag, er ekki nógu þolinmóð til þess að keyra í bílalest á 80.

föstudagur, ágúst 11, 2006 

Athyglisvert í meira lagi

"Þriggja bíla árekstur varð í Ólafsfirði í kvöld en engan sakaði að sögn lögreglu. Slysið atvikaðist með þeim hætti að jeppi með erlendum ferðamönnum ók inn í hlið annarar bifreiðar við gatnamót Aðalbrautar og Ægisbrautar. Við þetta kastast bifreiðin sem ekið var á á þriðju bifreiðina sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglu eru a.m.k. tvær bifreiðanna ónýtar eftir áreksturinn." Tekið ORÐRÉTT af Mbl.is

OK, það sem er athyglisvert er í fyrsta lagi það að það hafi orðið þriggja bíla árekstur þarna þar sem að 2 bílar eyðilögðust, það gerist ekki oft.

Það sem er ENN athyglisverðara er að hvorki AðalbrautÆgisbraut eru til í Ólafsfirði, það eru til AðalGATA, ÆgisGATA og ÆgisBYGGÐ. Bæði ÆgisBYGGÐ og ÆgisGATA liggja að AðalGÖTU en ég giska á að þetta hafi verið á Aðalgata/Ægisbyggð gatnamótunum því það kemur svosem ekki á óvart að erlendir ferðamenn hafi gert mistök á þeim gatnamótum (ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að þetta hafi verið þeim að kenna, ekkert nema fordómar að sjálfsögðu)

Kannski að það hafi gengið yfir götunafnabreytingafaraldur síðustu vikur en mér þykir það ólíklegt, ég fæ þá að sjá það á morgun þar sem ég er að fara norður.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006 

Töffarastælar :)


Er Jóel Ernir ekki hrikalega flottur með hanakambinn sinn :)


Þetta er hjólið MITT :) Þó það sé ekki mikið fyrir augað núna þá er mér alveg sama því ég kemst út að hjóla og það er það sem skiptir máli, neita því ekki að það verður hrikalega gaman næsta sumar þegar búið verður að gera það virkilega flott :) Posted by Picasa

þriðjudagur, ágúst 01, 2006 

Sjæse......
Hvað bjána er NFS að fá í viðtöl til sín eiginlega? Var að horfa á Ísland í dag frá því í gær og ég á varla til orð. Eini viðmælandinn með einhverju viti var löggan, hinir tveir (bifhjólamaður og fréttamaður) voru ekki að gera sig. Bifhjólamaðurinn sagði jú eitthvað af viti einsog t.d. að það er ekki eðlilegt að löggan geti sent hjól í endurskoðun bara "því þeir vilja það"
Æji, maður verður bara hálf fúll yfir svona bulli svo bætir það ekki úr skák að "fréttamaðurinn" svínaði illilega í veg fyrir okkur Sævar þegar við fórum á fundinn uppí Laugardalshöll þannig að ég verð alltaf mjög pirruð þegar ég sé smettið á honum og mér fannst hann segja virkilega "misgáfulega" hluti einsog til dæmis með "ímyndina", að við klæðum okkur í leður og blablabla......vill maðurinn að við séum í gallabuxum og hlýrabol á hjólinu eða hvað!!!

 

Aftur út :)
Fór aftur út að hjóla, kíkti heim til mömmu og pabba en pabbi var auðvitað sjálfur að hjóla en mamma kíkti á gripinn og kjaftaði við mig úti. Fór svo rúnt um Hafnarfjörð, útá Álftanes og meira um Hafnarfjörð. Ohh hvað þetta er gaman.
Ótrúlegt hvað maður er fljótur að "finna taktinn" þó maður hafi ekki hjólað neitt að ráði í fyrrasumar, ég hélt að ég yrði einsog fáviti drepandi á hjólinu í tíma og ótíma og skjálfandi en þetta er ótrúlega fljótt að koma og ég er bara nokkuð stolt af sjálfri mér :)
Ætla sko að vera rosalega dugleg að hjóla því ég finn strax hversu mikið þetta gefur mér og öryggið verður fljótt að koma þannig að maður verður að vera duglegur halda sér við.
Sævar fór að hjóla með Agga og hvað haldiði.....hann fór á hjólinu MÍNU :)

mánudagur, júlí 31, 2006 

Loksins búin að fara út að hjóla.
Þá er maður loks búin að komast út að hjóla :) Tók rúnt útá Álftanes áðan og ætla að skella mér aftur núna, pínu stress og taugaveiklun í gangi en ég verð bara að vera dugleg að æfa mig og þá verð ég fljótlega örugg.
Jæja, er farin út að hjóla.

laugardagur, júlí 29, 2006 

Skondið :)
Var að lesa frétt inná Vísir.is um hjólamann sem keyrði einsog geðsjúklingur á um 200 km hraða og stakk lögguna af, mér finnst þetta alls ekki skondið EN það sem mér fannst mjög skondið er myndin sem fylgir fréttinni en þar er þessi líka fíni Hippi (sé ekki hvaða tegund en læt Sævar tékka á því) sem ég á AFSKAPLEGA erfitt að sjá fyrir mér stinga lögguna af :)